Podchaser Logo
Home
Grænvarpið

Landsvirkjun

Grænvarpið

A Technology podcast
Good podcast? Give it some love!
Grænvarpið

Landsvirkjun

Grænvarpið

Episodes
Grænvarpið

Landsvirkjun

Grænvarpið

A Technology podcast
Good podcast? Give it some love!
Rate Podcast

Episodes of Grænvarpið

Mark All
Search Episodes...
Selma Svavarsdóttir, nýkjörinn formaður Kvenna í orkumálum, og Hildur Harðardóttir, fráfarandi formaður, segja okkur frá starfi félagsins og mikilvægi kvenna í orkugeiranum.
Georg Þór Pálsson, stöðvarstjóri Þjórsársvæðis, segir okkur frá starfi sínu þar sem engir tveir dagar eru eins. 
Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis, fer yfir þá möguleika sem felast í bættri orkunýtni í þessum nýjasta þætti Grænvarpsins.
Unnur María Þorvaldsdóttir, forstöðumaður þróunar vindorku, segir okkur frá áformum Landsvirkjunar um að reisa vindorkuver og öllu sem því fylgir.
Ólöf Rós Káradóttir er verkefnisstjóri Hvammsvirkjunar, þess virkjunarkostar Landsvirkjunar sem er einna lengst kominn í undirbúningi. Hún segir okkur frá verkefninu í nýjasta þætti Grænvarpsins.
Dóra Björk Þrándardóttir, nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun segir okkur frá samstarfsverkefnum Landsvirkjunar á sviði nýsköpunar.
Andri Gunnarsson, verkefnisstjóri vatnafars segist vera í skemmtilegasta starfi landsins. Það hefur til að mynda leitt hann á staði á hálendinu sem nærri enginn fer á og sér. Andri fer yfir hvað er gert í jöklamælingaferðum og ýmislegt fleira.
Þóra Arnórsdóttir ræðir við Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðing um eðli og tilgang upprunaábyrgða. Til hvers var kerfið búið til og hver er ávinningurinn af því fyrir íslensk orkufyrirtæki og almenning? Hverjir kaupa þessi grænu skírtei
Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri Vatnsafls, ræða um raforkuöryggi frá ýmsum hliðum. Þau útskýra m.a. muninn á afli og orku, hættuna á því að stærri fyrirtæki yfirbjóði heimili og
Ragnheiður Ólafsdóttir umhverfisstjóri hjá Landsvirkjun og Laufey Lilja Ágústsdóttir, sérfræðingur hjá Loftslagi og umhverfi hjá Landsvirkjun, segja okkur frá fyrirkomulagi úrgangsmála hjá fyrirtækinu.
Þórdís Þórhallsdóttir fræðir okkur um Plastlausan september, en átakið leit fyrst dagsins ljós árið 2017.
Í þættinum er rætt við Orra Björnsson, framkvæmdastjóra Algalífs, en Algalíf framleiðir fæðubótarefni úr örþörungum. Framleiðsla fyrirtækisins er kolefnisneikvæð, þ.e. hún bindur meira kolefni en hún losar.
Sigurður Halldórsson er framkvæmdastjóri plastendurvinnslufyrirtækisins Pure North Recycling. Við spjöllum við hann um starfsemi fyrirtækisins og þann vanda sem felst í plastmengun í heiminum.
Sigurður Friðleifsson hjá Orkusetri fræðir okkur um orkuskipti: hvar við Íslendingar stöndum í þeim efnum og hvaða vörður eru á leiðinni að kolefnishlutlausu Íslandi.
Í þessum þætti Grænvarpsins segir Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Eyri Venture Management, frá sjálfbærnisjóð sem hún stýrir.
Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs, samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir, mætir í Grænvarpið. Hann leiðir okkur í allan sannleika um samstarfsvettvanginn, hlutverk hans og starfsemi.
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, verkefnisstjóri aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum, segir okkur frá áætluninni, sem gerir ráð fyrir að Landsvirkjun verði kolefnishlutlaus árið 2025.
Signý Sif Sigurðardóttir, forstöðumaður fjárstýringar, segir okkur frá grænni fjármögnun Landsvirkjunar undanfarin ár.
Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, fræðir okkur um starfsemi sjóðsins.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, ræðir um hvernig orkumál gegna lykilhlutverki í baráttunni við loftslagsbreytingar.
Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar spjallar við okkur um hugtakið sjálfbæra þróun.
Bjarni Pálsson segir okkur frá fjölnýtingu í Mývatnssveit, en fjölnýting er nýting á þeim efnum og varmaorku sem falla til við raforkuvinnslu úr jarðvarma.
Sigurður H. Markússon fræðir okkur um Orkídeu, nýsköpunarverkefni sem snýst um uppbyggingu orkutengdra tækifæra framtíðarinnar á Suðurlandi, til dæmis við matvælaframleiðslu og líftækni, sjálfbæra nýtingu auðlinda og sprotastarfsemi.
Auður Nanna Baldvinsdóttir viðskiptaþróunarstjóri ræðir fyrirætlanir Landsvirkjunar um að hefja framleiðslu á grænu vetni við Ljósafossstöð, en grænt vetni er talið munu leika lykilhlutverk í orkuskiptum í Evrópu og víðar.
Rate

Join Podchaser to...

  • Rate podcasts and episodes
  • Follow podcasts and creators
  • Create podcast and episode lists
  • & much more

Unlock more with Podchaser Pro

  • Audience Insights
  • Contact Information
  • Demographics
  • Charts
  • Sponsor History
  • and More!
Pro Features