Podchaser Logo
Home
Evrópsk samstarfsverkefni með Önnu Sofiu Wahlström

Evrópsk samstarfsverkefni með Önnu Sofiu Wahlström

Released Friday, 19th March 2021
Good episode? Give it some love!
Evrópsk samstarfsverkefni með Önnu Sofiu Wahlström

Evrópsk samstarfsverkefni með Önnu Sofiu Wahlström

Evrópsk samstarfsverkefni með Önnu Sofiu Wahlström

Evrópsk samstarfsverkefni með Önnu Sofiu Wahlström

Friday, 19th March 2021
Good episode? Give it some love!
Rate Episode

Ég fór fljótt að rekast reglulega á nafnið Anna Sofia þegar ég tók mér stutt hlé frá kennslu og starfaði sem verkefnisstjóri eTwinning á Íslandi. Anna Sofia hefur síðustu ár verið ótrúlega virk í evrópskum samstarfsverkefnum og á það bæði við Erasmum+ verkefni sem og eTwinning verkefni sem eru stofnuð og unnin á netinu.

Anna Sofia var í fyrra tilnefnd til íslensku menntaverðlaunanna fyrir framúrskarandi kennslu og þróunarstarf í tengslum við alþjóðleg samstarfsverkefni.

Anna Sofia starfar á tveimur leikskólum og við Smári hljóðmaður heimsóttum annan þeirra, Leikskólann Holt, þar sem við spjölluðum um þátttöku hennar í alþjóðlegum verkefnum og hvernig þau hafa gengið á tímum heimsfaraldurs.

- - -

Ég heiti Þorsteinn Sürmeli og er kennari í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ. Ég hef verið kennari þar síðan í janúar 2010 og hef tekið þátt í þróun vendináms, kennsluaðferð sem skólinn tók upp haustið 2012. Vendinám snýr meðal annars að því hvernig megi styðjast við tæknina til að nýta sem best tímann sem nemendur og kennarar eiga saman í kennslustofunni. Það má gera með því að taka allt kennsluefni upp fyrir kennslustund og nýta tímann frekar í verkefnavinnu og leiðsagnarnám.

Ég hef því sérstakan áhuga á hvernig kennarar – og nemendur – löguðu námið að aðstæðum á tímum heimsfaraldurs og þá sérstaklega hvernig sú reynsla mun breyta kennsluháttum til frambúðar.

Ég vil að fleiri kennarar taki þátt í samtalinu í Kennarastofunni á Facebook og með því að tísta með myllumerkinu #kennarastofan á Twitter.

- - -

Ég vil þakka Fríðu Dís Guðmundsdóttur fyrir merki þáttarins og ómótstæðilegt bassastef og Smára Guðmundssyni hjá Smástirni fyrir upptökur og hljóðvinnslu á þáttunum og upptökur á stefinu sem þau útsettu í sameiningu.

Kennarastofan er framleidd af mér með stuðningi frá Vendinámssetri Keilis og Erasmus+ Menntaáætlun Evrópusambandsins.

Show More
Rate

Join Podchaser to...

  • Rate podcasts and episodes
  • Follow podcasts and creators
  • Create podcast and episode lists
  • & much more

Episode Tags

Do you host or manage this podcast?
Claim and edit this page to your liking.
,

Unlock more with Podchaser Pro

  • Audience Insights
  • Contact Information
  • Demographics
  • Charts
  • Sponsor History
  • and More!
Pro Features